Vertu með

Störf í boði

Framúrskarandi þjónusta á einum
besta flugvelli heims

Lagardère Travel Retail ehf. er íslenskt fyrirtæki, í eigu franskra og íslenskra aðila, sem sér um rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu starfsumhverfi.

Vertu með

og starfaðu í skemmtilegu umhverfi á einum af bestu flugvöllum í heimi.
Við tökum á móti umsóknum núna.

Störf í boði

Þjónusta Lagardère Travel Retail Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Gömlu fiskihjallarnir og hafnarstemningin í nýtískulegum búningi. Léttir sjávarréttir framleiddir á staðnum úr fersku hráefni og úrvals drykkir af öllu tagi. Þar sem flugfreyjurnar versla er þér óhætt og hér sækja þær græna orkudrykkinn.

Fjöldskylduvænt og framsækið mathús sem framreiðir fjölbreyttan gæðamat fyrir alla fjölskylduna. Ertu að leita að morgunmat, hádegisverði eða kvöldmat? Þú finnur eitthvað við þitt hæfi á Mathúsinu.

Sælkeraverslun með dásamlegum sælkeravörum, íslenskum og erlendum. Hágæðavörur frá Íslandi, Ítalíu, Frakklandi, Bretlandseyjum og Skandinavíu. Allar gjafirnar fyrir vini og fjölskyldu erlendis á einum stað.

Fyrir kaffiþyrsta og kröfuharða. Alþjóðlegt kaffihús sem býður upp á kaffisopa í hæsta gæðaflokki. Glæsilegt úrval af brauðmeti, sætabrauði og drykkjum. Kaffi, Calvados, Campari, hvítt, rautt og margt fleira skemmtilegt.

Notaleg kvöldstemning, allan sólarhringinn. Mikið úrval af bjór, víni og snöfsum sem endurspegla íslenska framleiðslu. Besta úrval landsins af bjór frá Borg brugghúsi. Ef þú býrð á bar í miðbæ Reykjavíkur mun þér líða eins og heima hjá þér.

Komdu og vertu með í skemmtilegum hópi starfsmanna

Störf í boði